Wednesday, December 22, 2010

Framlög // Donations

Við viljum koma á framfæri þakklæti til Arons Berndsen fyrir hans framlag til verkefnisins. Takk kærlega fyrir okkur!

//

We want to thank Aron Berndsen for his donation to the project. Thank you Aron!

Tuesday, December 7, 2010

All posts updated to English

All posts, pages and all information on the project has now been updated to English!

Myndin er enn í klippingu, en um leið og við höfum nánari fréttir um útgáfudag þá verður það birt hér! // The film is still being edited, but as soon as we'll have a release date available, we'll let you know. So please keep posted!

Allar tilkynningar eru einnig birtar á facebook síðunni okkar. // All notifications are posted on our facebook page as well.

Wednesday, October 20, 2010

Heimildarmyndin Heitar Laugar á Íslandi í Iceland Review

FROM ICELAND REVIEW:

03.10.2010 | 15:00

Hitchhikers Make Doc about Natural Pools in Iceland

Two friends, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir and Helga Sveinsdóttir, traveled around the country as hitchhikers last summer with the goal of bathing in as many natural hot springs as possible. They are now making a documentary about their trip.

laugafell_ps

The Laugafell pool at Sprengisandur, the friends' favorite natural pool. Photo by Páll Stefánsson.

“Preparation for the project began around last Christmas when we stumbled across the book Heitar laugar á Íslandi [“Hot pools in Iceland”]. We have both traveled a lot abroad but until now we had neglected traveling around our own country, Iceland,” Sigurjónsdóttir told Fréttabladid.

“We wanted to travel around the country by hitchhiking and decided to combine the two things: become hitchhikers and visit as many of the country’s natural pools while we were at it,” she added.


Sjá nánar hér:
// please follow the link for the full article:

http://www.icelandreview.com/icelandreview/daily_news/?cat_id=30634&ew_0_a_id=368426

Thursday, September 9, 2010

Eftirvinnsla // Post production

Eftirvinnsla myndarinnar er nú í fullum gangi. Síðustu vikur hafa farið í að færa efnið af myndavélum á tölvutækt form, fara yfir klippurnar, fá klippara til að skoða efnið og svo fram eftir götunum, allt með aðstoð þess frábæra teymis er hefur verið að aðstoða okkur við gerð þessarar myndar. Við erum orðnar ansi spenntar eftir að hafa skoðað allt efnið. Nú bíðum við spenntar eftir að sjá fyrsta afrakstur klippara. Við vonum að þið, lesendur góðir, bíðið einnig spennt..! Takk fyrir að fylgjast með okkur og sýna verkefninu ómældan áhuga!

The post production of the documentary is now in process. In last few weeks we've been transfering the clips from the cameras to a computer, reviewing the clips, getting an editor to have a look at it with us etc, all with the assistance of the great team of people that have been assisting us with making this project come to live. We got really excited to see all the good clips we have. Now, there's the thrilling wait to see the first rough cuts from our editor. We truly hope that you, our beloved readers, are getting excited as well..! Thank you all for following our project in making!

Harpa og Helga

Wednesday, August 18, 2010

Listi yfir heimsóttar laugar // The pools we visited

Á 12 daga puttaferðalagi okkar um Suðurland, Austurland og hálendi Íslands heimsóttum við eftirfarandi laugar // The pools we wisited on our 12 day hitchhiking journey through the South coast, East coast and central Iceland, are listed here:

-Laugafellslaug, nálægt Snæfelli (á Kárahnjúkasvæðinu).
-Laugavalladalur, norðan við Kárahnjúka (2 laugar og heitur foss)
-Víti, við Öskju
-Jarðböðin Mývatni
-Stóragjá Mývatni
-Grjótagjá Mývatni
-Þeistareykjalaug (uppþornuð)
-Ostakarið Húsavík
-Kaldbakslaug við Húsavík
-Laugafell, af Sprengisandsleið
-Landmannalaugar
-Vígðalaug Laugavatni
-Kúalaug Haukadal (2 laugar)
-Marteinslaug Haukadal
-Hrunalaug hjá Flúðum (fundum hana reyndar ekki)
-Fótaböðin á hverasvæðinu í Hveragerði
-Seljavallalaug undir Eyjafjöllum
-Nauthólsvík Reykjavík


Sjá myndir og nánari upplýsingar í sérstakri undirsíðu hér á blogginu // Images and further information are to be found at one of the blog's sub-pages.



Monday, August 16, 2010

Fréttablaðið 14. ágúst 2010


Vinsamlegast klikkið á myndina til að stækka greinina.

Thursday, August 12, 2010

Logo HLÍ


Hönnun: Elísabet Eir Eyjólfsdóttir


Listi yfir þá sem við fengum far með

--- ENGLISH VERSION BELOW----

Við viljum þakka þeim fjölmörgu sem stoppuðu fyrir okkur og tóku okkur upp í á leið okkar í heitar laugar á Íslandi. Við eigum ykkur mikils að þakka því án ykkar hefði þessi ferð aldrei getað orðið að veruleika!

Við vonum að þið munið halda áfram að taka upp puttaferðalanga og hvetjum í leiðinni alla til að nýta sér þennan einstaklega skemmtilega og gefandi ferðamáta.

Innilegar þakkir! ;)


--- ENGLISH VERSION---

We want to give our deepest thank you to those of you who picked us up during our trip of visiting geothermal pools in Iceland. We sincerely hope you will continue picking up hitch-hikers and even consider that as your next travel option on your upcoming travels.

THANK YOU! :)



DAGUR 1; 16. júlí 2010 – Reykjavík – Seyðisfjörður

Frá Reykjavík að gatnamótum upp í Þrengsli
Stefnir Snorrason

Frá gatnamótum upp í Vík
Alda Björk Sigurðardóttir

Frá Vík upp á Klaustri
Ingi Viljálmsson og Magnús F. Ólafsson

Frá Klaustri upp í Skaftafell
David og Marjorie Catrter (USA)

Frá Skaftafelli að Höfn
Joren Brunekreef og synir hans Thomas og Bert (NL)

Frá Höfn að Lóni
Birkir Birgisson

Frá Lóni að Seyðisfirði
Þórir Rúnar Sveinsson og Ingi Þór Ómarsson


DAGUR 2; 17. júlí- Seyðisfjörður – LungA


DAGUR 3; 18. júlí – Seyðisfjörður – Egilsstaðir

Frá Seyðisfirði að Egilsstöðum
Borgar Þórisson


DAGUR 4; 19. júlí – Egilsstaðir – Kárahnjúkar

Frá Egilsstöðum að Hallormsstað
Móses Pálsson

Frá Hallormsstað að Laugafelli við Snæfell
Ómar Guðmundsson

Frá Laugafelli við Snæfell að afleggjara
Eydís Helgadóttir og Jóhann Marelsson

Frá Snæfell inn í Laugavallardal
Konráð Þór Vilhjálmsson og Arnar Vilhjálmsson


DAGUR 5; 20. júlí - Kárahnjúkar – Askja

Frá Kárahnjúkum að Brú í Jökuldal
Kári Ólason

Frá Brú í Jökuldal að Öskju
Tobias Zimmerman og Christian Stutz (CH)

Frá Öskju að Víti
Anna, Steffen og Martine (DE)


DAGUR 6; 21. júlí– Askja – Mývatn

Frá Öskju að Mývatnssveit
Yamal (DE)

Frá Bjargi í Mývatnssveit að Jarðböðum
Hjón úr Mývatnssveitinni

Frá Jarðböðum að Bjargi í Mývatnssveit
Soffía B. Sverisdóttir og Lovísa Gestsdóttir


DAGUR 7; 22. júlí– Mývatn – Kaldbakur

Frá Mývatni fram í Aðaldal
Urs Bettschen (NL)


DAGUR 8; 23. júlí – Húsavík – Þeistareykir

Frá Kaldbak að laugum í kringum Húsavík
Fengum lánaðan bíl frá Kaldbakskotum, www.cottages.is

Frá Húsavík og upp á Þeistareyki
Fengum Fengum lánaðan bíl frá Kaldbakskotum, www.cottages.is en pikkuðum upp puttaferðalangana Christophe Charretire og Carole Barrellon og keyrðum upp á Hólasand


DAGUR 9; 24. júlí – Húsaík - Sprenisandur

Frá Húsavík að Aldeyjarfossi
Sigurjón Benediktsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson og Sigurður Björnsson


DAGUR 10; 25. júlí – Sprengisandur – Landmannalaugum

Frá Aldeyjarfossi að Laugafelli
Rob Pilgram, Lia Steikenburg (NL)

Frá Laugafelli að Landmannalaugum
Valgeir og Auður


DAGUR 11; 26. júlí – Landmannalaugar – Hveragerði

Frá Landmannalaugum að Hveragerði
Nick Knowles (UK)

Frá Hveragerði að Laugarvatni, Haukadal og Flúðum
Fengum bíl lánaðan frá Hjalta Sveinssyni til að pikka upp putaferðalanga en hittum enga


DAGUR 12; 27. júlí – Hveragerði – Reykjavík

Frá Hveragerði að Seljavallarlaug og aftur í Nauthólsvík
Atli Stefán Yngvason og Sumarliði V Snæland Ingimarsson í gegnum www.samferda.net

Kærar þakkir þið yndislega fólk! :)

Monday, August 9, 2010

Heading South

The 'welcome committee'in Kaldbakur, by Húsavík, awaited us with a barbeque and some cold beer! It was nice to sit down for a proper meal and relax for a bit. The morning after we went up to Þeistareykir to check out the geothermal pool there. Even though the pool turned out to have dried up, and despite bumpy roads, the trip was worth the while. The landscape is breathtakingly beautiful with green grass, wildflowers and the red soil in between.

After our roadtrip to Þeistareykir we went to Ostakarið in Húsavík and had a walk up to Kaldbakslaug, so we got to bathe, and even swim a bit, in two pools that day. Friday night we spent at the local festival and watched the sunrise by the bay. It was a beautiful day in Húsavík.

On Saturday we got a ride up to Aldeyjarfoss in Bárðardalur. There wasn't much traffic going up to Sprengisandur so we ended up spending the night there. As we were taking our tent down in the morning, the first car shows up. It was a lovely couple from Holland, that ended up taking us all the way up to Laugafell, even though that route was out of their way! We had just filmed the pool in Laugafell and had our lunch when we managed to get a ride all the way from Laugafell down to Landmannalaugar. In Landmannalaugar we found the Mountain Mall, where we got to buy more coffee, had a warm and comfy dip in the pool and ended the day by chatting with three other hitchhikers.

On Sunday morning it was pouring rain, but fortunately we managed to get a lift all the way down to Hveragerði. In Hveragerði we got a car for the day. The plan was to go up to Laugavatn, Haukadalur and Flúðir to visit geothermal pools, hoping to be able to pick up some hitchhikers ourselves this time. We got to see Vígðalaug in Laugavatn and Kúalaug and Marteinslaug in Haukadalur, but we couldn't find Hrunalaug by Flúðir! Nor did we find any hitchhikers on the way. But after returning to Hveragerði, we went online and found out that we had been searching a bit too far up road 345 for the pool. It is closer to the junction from road 344 than we thought. For those interrested, here's a map of the location http://www.natturan.is/graenarsidur/inst/2701/.

Seljavallalaug was on the scheduele for Monday. We had organised a ride with two lovely guys through the car pooling site www.samferda.net. On our way to the gas station, where we had decided to meet up with the guys, we had a look at Hveragerði's geothermal area. They've poot up foot bathing area there and a 'mud bath' for the feet as well. It was an interresting sight and nice to see how well they've done it. Next stop was in Seljavallalaug. The surroundings have changed to a quite dramatic atmosphere with ash and sand from the volcanic eruption covering the whole valley. There's also sand and ashes in the pool, but it's still nice and warm and comfortable to bathe in.

We returned to the car and got a nice cup of hot chocolate, along with some sandwiches from the guys, who had been sweet enough to bring enough for all of us! There were two happy girls who arrived in Reykjavík that evening, and got even happier when arriving to the geothermal beach in Nauthólsvík in Reykjavík. We sat down in the sand and contemplated on our beautiful trip whilest gazing at the setting sun. What a perfect end to a perfect trip!


We'd like to give special thanks to all the beautiful people who have assisted us on this project, and particularly to all of you who picked us up along the way!

Helga and Harpa.

Thursday, August 5, 2010

Dagur 12, 27. júlí 2010

Sú laug sem okkur langaði einna mest að húkka til lét ekki bíða lengur eftir sér, enda fengum við sms frá tveimur kampakátum strákum snemma um daginn. Þeir höfðu séð auglýsinguna okkar á www.samferda.net um að okkur vantaði far frá Hveragerði að Seljavallarlaug....

Við vorum ekki lengi að þiggja boðið um far að lauginni en strákarnir voru að koma úr Reykjavík og pikkuðu okkur því upp í N1, sjoppunni sem hvað flestir puttaferðalangar leggja leið sína um.

Við nýttum einmitt tækifærið og leituðum að Bókinni góðu, biblíunni okkar, í sjoppunni, en nei, hvergi var hana að sjá. Við tókum einnig hresst viðtal við afgreiðslumann N1 um ferðalög og umferð í gegnum Hveragerði og einnig um umferð og áhugasemi um laugina í Klambragili, sem er einmitt steinsnar frá Hveragerði. Okkur gafst þó ekki tími sjálfar til að leggja leið okkar upp dalinn og að lauginni þar sem strákarnir frá www.samferda.net voru á næsta leiti.

Strákarnir í gegnum www.samferda.net voru svo sannarlega í road trip og lauga hugleiðingum, með samlokur og kakó í skottinu og sundfötin klár til brúks!

Seljavallalaug var nokkuð breytt frá því sem var, enda laugin undir Eyjafjallajökli og aska þakti svæðið í samræmi við það. Notalegt var þó að liggja í lauginni undir fjallinu með sólina að brjótast út úr skýjunum.

Eftir böðun í Seljavallarlaug fengum við aftur far hjá strákunum og báðum við þá að skutla okkur að seinustu lauginini í ferðinni.........

Blendnar tilfinningar bærðust í brjósti okkar er við þökkuðum fyrir farið, tókum bakpokana okkar og gengum af stað niður stíginn í áttina að Nauthólsvík....




Kærar þakkir fyrir allt saman þið yndislega fólk sem hefur aðstoðað okkur og gert þessa ferð að veruleika!

Helga og Harpa

Monday, July 26, 2010

Dagur 11, 26. júlí 2010

Við vöknuðum í Landmannalaugum eftir kalda og blauta nótt. Þó við værum orðnar ýmsu vanar og næstum komnar með fiskihúð af öllum böðunum þá ofbauð okkur þó rigningin og rokið í Landmannalaugum og pökkuðum við saman á mettíma. Við vorum ekki lengi að koma okkur úr rigningunni og fengum far alla leiðina upp í Hveragerði. Þar ákváðum við að fá lánaðan bíl í næstu laugaferð til að skoða hina hliðina á teningnum; að við sjálfar myndum pikka upp puttaferðalanga og keyra í laugarnar. Á dagskrá voru 4 laugar; Vígðalaug, Marteinslaug, Kúalaug og Hrunalaug.

Vel gekk að finna fyrstu þrjár laugarnar, en erfiðarar gekk að finna einhverja puttaferðalanga! Eftir þriggja tíma akstur um allar sveitirnar í kringum Hveragerði játuðum við okkur sigraðar og ákváðum að loknum afkastamiklum degi að dýfa okkur ofan í Hrunalaug við Flúðir og hvíla lúin bein, enda höfðum við báðar hlakkað mikið til þess að berja þá laug augum. Við vorum því fullar eftirvæntingu þegar við fundum veginn sem samkvæmt bókinni átti að leiða okkur að lauginni. Við fylgdum leiðbeiningum bókarinnar að því sem best við gátum en allt kom fyrir ekki. Eftir eins og hálfs tíma göngu í blautu grasi frá hinum ýmsu "bílastæðum" og eftir hinum ýmsu "jeppaslóðum" gáfumst við upp og héldum heim á leið ansi vonsviknar. Jæja, Hrunalaug mun bíða betri tíma og vonandi mun vera auðveldara í það skiptið að finna laugina!

Þegar aftur var komið til byggða fórum við á netið til að finna laugina og eftir nokkra leit fundum við þessar leiðbeiningar. Njótið vel!:
http://www.natturan.is/graenarsidur/inst/2701/

Dagur 10, 25. Juli 2010.

Við vöknuðum kófsveittar i tjaldinu okkar við Aldeyjarfoss i 20 stiga hita og sol. Við hófumst handa við að pakka saman og í miðjum klíðum atti hollenskt par leið hjá. Og viti menn! Þau voru a ferðinni eldsnemma yfir sandinn.

Við þáðum því boð þeirra að sitja í að afleggjaranum að Laugafelli i skiptum fyrir upplýsingar um Ísland og íslenska lifnaðahætti. Við stöllur búum greinilega yfir hafsjó af skemmtilegum og áhugaverðum upplýsingum um heimaland okkar, þvi þegar við komum að afleggjaranum að Laugafelli vildi parið ólmt halda afram samleið og bauðst til að aka okkur þá 44 km auka að l
Laugafelli.

Klukkutíma síðar vorum við komnar að fellinu og dáðumst að fegurðinni i dalnum og yndislegu lauginni í hlíðinni. Þó útlitið hafi svo í byrjun verið svart með að komast úr dalnum samdægurs höfðum við þó heppnina með okkur... Stuttu eftir að við komum i dalinn stoppuðu Auður of Valli við í Laugafelli á leið sinni fra Skagaströnd og tóku okkur upp í.

Við áttum 5 dásamlega klukkutima með þeim alla leið niður i Landmannalaugar og deildum ferðasögum, glensi og gamni. Erum við þem endanlega þakklátar fyrir samveruna. Upp í Landmannalaugum heilsuðum við upp á kampakáta fjórhjólakappa í Info centernum og versluðum okkur kaffi hjá brosmildu starfsfólki og eigendum Mountain Mall.

En sú blessun að geta keypt bland í poka lengst upp á hálendi!

Að þvi loknu skelltum við okkur að sjálfsögðu i laugina sem var gersamlega yndislegt eftir langan dag! Ekki versnaði dagurinn því eftir laugaferð birtist englendingur með grill, pulsur og bjór og endaði dagurinn a spjallinu við 3 aðra puttaferðalanga og þýska ahugakonu um heitar laugar.

dagur 9. 24. Juli 2010

A Mærudögum var margt um manninn. Við rett misstum af miðnætursiglingu, en skemmtum okkur nú samt konunglega niðri við höfnina.

A laugardag fengum við svo far upp að Aldeyjarfossi, þar sem við vorum vongóðar um að fá far upp i Laugafell. Allir bílar a þeirri leið reyndust fullir. Við enduðum þvi a að tjalda í laut rétt hja fossinum. Við vorum einstaklega heppnar með veður og fórum þvi að sofa i dásamlegri kvöldsól í Barðardalnum, vel mettaðar af pullum, bæði sjoppu pullu með kartöflusalati og pullum fra húsbóndanum i Kaldbak.

Friday, July 23, 2010

Dagur 8, 23. júlí

Eftir ljúfa drauma í hlýju smáhýsi var ræs rétt fyrir 9 og haldið beina leið í morgunmat. Eftir fimm stjörnu morgunmat fengum við fyrsta flokks bíltúr með leiðsögn upp að Þeistareykjarlaug. Laugin reyndist því miður vera þornuð upp, en þessi ferð var svo sannarlega samt þess virði að fara. Fegurðin á þessari leið er alveg ólýsanleg og veðurblíðan gerði ferðina enn betri! Eftir góðan bíltúr, þá var slökun í ostakarinu vel þegin. Við vorum líka svo heppnar að hitta á hresst fólk sem þekkir vel til heitra lauga á Íslandi og fengum við að taka skemmtilegt viðtal við þau í ostakarinu. Kaldbakslaugin reyndist líka vera yndisleg og náðum við meira að segja að taka smá sundsprett þar!

Eftir yndislegan dag í heitum laugum notfærðum við okkur rausnarskap höfðingjanna á Kaldbak og fórum yfir tökur og nýttum okkur tölvurnar á staðnum til að blogga og skrá niður tökur og fleira. Kvöldið fór svo í grillaðar pylsur, myndasýningu frá Uganda og nú er förinni heitið á Mærudaga og vonandi í miðnætursiglingu!

Dagur 7, 22. júlí

Þennan morguninn vöknuðum við í grillandi sól og hita á Mývatni, með tilheyrandi þungu tjaldlofti. Við gerðum tilraun til að sofna aftur með tjaldið galopið, en allt kom fyrir ekki. Sólin kallaði og tímabært að fara að skoða fleiri heitar laugar. Fyrst var þó nauðsynlegt að rölta upp í Samkaup og pulla sig upp! Eins og einum kaffibolla síðar var lagt af stað. Förinni var heitið í Stórugjá og að Grjótagjá. Laugarnar reyndust einstaklega fallegar, ásamt göngunni yfir hraunið. Vatnið í Grjótagjá var aðeins of heitt til að hægt væri að taka dýfu, en í staðinn fengu tærnar smá þvott. Þegar við vorum rétt búnar að skoða Grjótagjá komu aðvífandi tvær rútur fullar af túristum, til að skoða laugina.

Hungrið kallaði eftir alla gönguna og húkkuðum við því far niðrí Voga. Pizza og bjór í sólinni sló í gegn hjá þreyttum göngugörpum á Pizza barnum! Eftir pizzuna röltum við yfir á Fjósakaffið og skoðuðum það og húkkuðum svo aftur far uppá tjaldstæðið á Bjargi. Mývatnsdvölina enduðum við í fallegri laut á Bjargi í sól og blíðu þar sem við fengum að taka viðtal við Yamal um Öskju dvölina hans og um puttaferðalög. Í ljós kom að alla þá 18 daga sem Yamal var uppí Öskju, þá vorum við einu puttaferðalangarnir sem hann sá þar!

Eftir yndislega dvöl á Mývatni héldum við uppá veg, vongóðar um að ná strax fari til Húsavíkur. Það reyndist þó taka aðeins lengri tíma en við áttum von á, en að lokum stoppuðu fyrir okkur indæl Svissnesk hjón sem tróðu okkur inní litla smábílinn sinn. Húsavík og laugarnar þar í kring voru því aðeins handan við hornið!

Þegar við komum uppá Kaldbak, rétt fyrir utan Húsavík, beið móttökunefndin með dýrindis grill og bjór! Höfðingjarnir á Kaldbak gátu ekki hugsað sér að láta þessar indælis stúlkur sofa í tjaldi og skriðum við því þreyttar en sælar í hlýtt smáhýsi eftir að við vorum búnar að taka púlsinn á mannlífinu á fyrsta kvöldi Mærudaga.

From 'hell' to heaven!

Arriving to Mývatn in such beautiful weather was quite amazing. We put our tent up in Bjarg campsite and allowed ourselves to relax in the sun for a while. That evening we went to the nature baths and enjoyed the evening sun with a cold beer in the pool. There was no trouble hitchhiking up to the nature baths and back to the campsite.

Thursday morning we walked up to Stóragjá and across the lava over to Grjótagjá. The walk up there is stunningly beautiful, even though Grjótagjá is still too hot to bathe in. From Grjótagjá we hitchhiked down to Vogar where we had lunch out in the sun. After lunch we walked a bit around Vogar and had a look at the Vogar Cowshed Café. It was time for us to take down the tent and head to Húsavík, so we hitchhiked back to the camping site and got ready to leave.

Hitchhiking from Mývatn to Húsavík turned out to take a lot longer then we expected, but eventually a couple from Switzerland picked us up. We were on our way to Húsavík to visit the geothermal pools in that area.

The trip to 'hell'

In Askja we wanted to have a something to eat and go over which way to go next. As we were trying to cook on our primus in the wind, a German chef showed up. He felt a bit sorry for us, so he offered us to come and cook in the German kitchen tent. Yamal turned out to be working in Askja as a chef for German tourists. Which turned out to be really handy for us, since we got to cook our pasta and our instant soup in the tent. After finding out that Gæsavatnaleið was closed and hardly anyone heading towards Sprengisandur we decided to go next to Mývatn and Húsavík and check out the geothermal pools there, and go from there to Sprengisandur. But for now we were in Askja, so it was time to go bathe in ‘hell’ (Víti)! It didn’t take long to get a ride up to Víti, but on the way up it started raining… and then it started to pour down..! When we reached Víti the slope down to the crater lake had become impossible to walk and the people who had been down there when it started to rain just barely managed to get back up. So unfortunately we didn’t get to bathe in ‘hell’, at least not this time round.

When we returned to Askja campsite it had stopped raining. We jumped into our tent (not remembering that we were camping on gravel, for there was no grass to be seen there), switched to dry clothes and got to cook in the german kitchen tent again, for the exchange of vodka. We spent the night with Yamal, the chef, and a German retired policeman, in the kitchen tent, drinking ‘medicine’ tea! After warming up a bit with the tea, we returned to our not so soft resting place, which was freezing cold, but after heating the tent up a bit with our primus, we managed to fall asleep by the footsteps of Askja.

Wednesday morning we got up early, hoping to be able to hitch a ride with some of the Icelanders that had been staying in the cabins. After more than two hours by the side of the road, and all the Icelanders gone, we decided to head back to the German kitchen. Yamal and his driver were heading back to Mývatn, after having spent 18 days in Askja! We managed to get a ride back with them in the back of their van, with coolers as our seats.

Reykjavík, east coast and up to the highlands

We started our trip on the morning of 17th of July. We left sunny Reykjavík at 11 am. 12 hours and 7 cars later we arrived in rainy Seyðisfjörður, after driving through a wind storm on the south-east corner, where we witnessed the UFC (the Unique Flying Caravan). We spent the weekend on LungA art festival. Despite being cold and wet, we really enjoyed the festival and the beautiful surroundings of Seyðisfjörður.

Sunday afternoon we hitchhiked to Egilsstaðir. We decided to spend the night at a hostel to be able to dry our clothes before heading up to the highlands. Early Monday morning we hit the road again. Before we knew it, we were at the first geothermal pool, Laugarfell. The pool and its surroundings are very beautiful, and there is a perfect spot for camping next to the pool. The pool itself turned out to be too hot to have a dip. At the pool we met a lovely family from Flúðir, who gave us a lift back up to the main road.

At the main road we found our next lift shortly. Some nice workers from that area drove us all the way up to the next pool, Laugavallalaug. The valley is a beautiful spot, but it is a bit hard to imagine that someone actually used to live there, so far up in the highlands in the midst of all that ‘nothingness’. The upper pool is now only a small stream of burning hot water, but the warm waterfall and the lower pool were at a perfect temperature. It was quite amazing to go in the pool and bathe in the warm waterfall!

Next stop was supposed to be Aðalból, where we wanted to camp for the night and try to find someone there, heading to Askja the next day. Someone told us that it would be best to go back to a junction near the road to Snæfell to hitch a ride to Aðalból, so we headed back there… We ended up spending 4 hours on that junction, without anyone going up there. No one was willing to go that road, not even when we offered to pay for the trip! After making chilli coffee by the side of the road, we decided to start walking back in Kárahnjúkar direction and try to hitchhike at least up to the camps at Kárahnjúkar. After walking somewhere close to 10 km, we decided to call it a night and put up our tent by the side of the road. Therefore we spent that night out in the middle of nowhere, just us and the nature!

On Tuesday morning we got up early and hoped to be able to catch some workers heading up to Kárahnjúkar. Lady Luck was on our side and sent us an angel! This angels name is Kári. Kári took us first up to Kárahnjúkar work camps and gave us bread with smoked lamb and bread with smoked salmon and coffee. After the delicious breakfast he ended up taking us all the way to Brú í Jökuldal! It was a bit windy there and we expected to have to wait a while before seeing a car, so we set up a small haven, made from our backpacks, our mattresses and our blankets. Luckily enough, we didn’t have to wait that long until Tobias and Christian picked us up. We had managed to hitchhike all the way up to Askja! How amazing!

Thursday, July 22, 2010

Dagur 6, 21. júlí 2010

Við vöknuðum eldsnemma um morguninn til að ná tali af þeim fjölmörgu Íslendingum sem ætluðu sér að fara norður á Mývatn og höfðu haft miklar yfirlýsingar kvöldið áður að leggja snemma af stað. Við vorum þó ekki vongóðar um árangur þar sem Íslendingarnar höfðu setið við söng langt fram á nóttu kvöldið áður. Við þorðum þó ekki að taka sénsinn og vorum komnar út á veg kl. 8.30.

Að minnsta kosti 2 klukkutímum síðar byrjuðu Íslendingarnir að hlaða bílana, setja kaffi á hitabrúsana, GPS tækið gert klárt, kæliboxin hlaðin í skottið og skriðu þeir svo að lokum upp tröppurnar í jeppana sína. Við fylltumst kæti og von og settum upp puttana, en nei, allt kom fyrir ekki... Íslendingarnar sem höfðu verið svo hressir (einhverja hluta vegna) kvöldið áður brunuðu fram hjá okkur án þess svo sem að líta á okkur. Við héldum því aftur í þýsku eldhúsbúðirnar og áttum stutt spjall við Yamal, þýska kokkinn sem hafði tekið svo hressilega á móti okkur daginn áður (eða var hann að taka svona vel á móti vodka pelanum sem við höfðum í farteskinu...?). Hann var einmitt að fara úr Öskju á nýja staðsetningu, eftir 18 daga samfellda dvöl á svæðinu, og vita menn, næstu eldhúsbúðir átti að setja upp á mývatni! Við urðum því kampakátar á nýjan leik og dásömuðum enn og aftur erlendum samúðarfullum ferðalöngum og troðum okkur í vinnubílinn hans og bílstjóra hans. Bílsstjórinn og eigandi sendiferðabílsins sem náði í Yamal er fyrrverandi lögga og þótti ekkert skemmtilegra en að segja skuggalegar sögur frá "the other side" á bjagaðri ensku og höfðum við mikið gaman af! Við komum okkur vel fyrir í skottinu á sendiferðabílnum með kælibox sem sæti og bjórkassa sem borð. Ferðin var gersamlega dásamleg og yfirburðafalleg, enda áttum við leið um Herðubreiðalindir, Möðrudal og enduðum svo í Mývatnssveit í yndislegu verði og með yndislegum félagsskap og Johnny Cash á iPodinum í "góðu" græjunum okkar sem ganga víst fyrir "do NOT recharge" batteríum... hmmm...... ;/

Þegar í Mývatnssveit var komið vorum við ekki lengi að fara beint á pöbbinn og panta okkur feitan hamborgara og vatnsglas (enda kostaði lítil kók í gleri 400 kr). Eftir hamborgara og klósettferð (já.... þið getið bara rétt ímyndað ykkur hversu "góður" þessi hamborgari var......) héldum við í Bjarg, sem er alveg yndislegt tjaldsstæði við vatnið. Þar er alla aðstöðu að fá: rafmagn, heitt vatn, sturtur, gaseldavél osfrv.

Því næst var haldið í heita laug, og ekki af verri kantinum því fyrir valinu í þetta skiptið urðu Jarðböðin í Mývatnssveitinni. Þar tókum við viðtal við ýmsa skemmtilega ferðalaganga: hollendinginn Jón Sigurjónsson, afgreiðslumanninn í jarðböðunum, sem var sérfræðingur í heitum laugum, auk margra annarra. Einnig tóku afar hressar konur úr sveitinni okkur upp í, auk hjóna sem voru að njóta dvalar í sumarhúsinu sínu í sveitunum við Mývatn.

Við fengum svo Yamal í heimsókn á tjaldssvæðið og hann eldaði handa okkur lúxus pasta með salti, chilli, beikoni og lauk og hámuðum við það í okkur með vodka í appelsínusafa (já gott fólk. í APPELSÍNUSAFA, EKKI í kaffi) með bestu lyst og fórum við afar sáttar að sofa.

Wednesday, July 21, 2010

dagur 5, 20. Juli 2010

Eftir ljufa drauma skelltum við okkur aftur uppa veg. Eftir ekki svo langa bið birtist enn einn fjallmyndarlegur verkamaður fra karahnjukum. Draumar okkar rættust!!

Kári reyndist ekki aðeins hjalpsamur og indæll, heldur einstaklega mikill höfðingi. Hann byrjaði á að bjoða okkur í kaffi, skonsur með hangikjeti og laxabrauð uppí vinnubúðum og skutlaði okkur svo alla leið uppi Brú í Jökuldal! Við gerðum ráð fyrir langri bið þar, komum upp skjóli og huggulegum sætum og slökuðum á við vegkantinn.

Skömmu síðar birtist þýskt par á hjólum sem stoppuðu til að spjalla, en sögðust því miður ekki koma okkur a bögglaberana.

Tobias og Christian voru svo heppnir að þurfa að stoppa á gatnamótunum til að átta sig á í hvaða átt þeir ættu að fara og fengu því óvænt 2 sætar stúlkur sem farþega upp í Öskju...I Öskju flýttum við okkur að henda pasta á prímusinn en það gekk eitthvað hægt að elda pastað i rokinu þannig að þýski kokkurinn Yamal kippti pottinum inn i eldhustjaldið þeirra.

Með bros á vör og pasta í maganum húkkuðum við far upp í Víti. A leiðinni upp skall á heljarrigning og reyndist þvi ófært að ganga niðri gíginn til að baða sig, en í staðinn voru teknar myndir af brúninni. Kvöldinu var svo eytt í eldhústjaldinu með "medicine tea" til að fa yl í kroppinn fyrir háttinn. Það voru því glaðar en kaldar stúlkur sem skriðu til hvílu á vikurundirlagi þetta kvöldið.

Ullarbrækur eru töff!

dagur 4, 19.juli 2010

Við vöknuðum eldsnemma og vorum það heppnar að fá far með Moses læknanema í Hallormsstað, þar sem við þurftum ekki að bíða lengi eftir miskunnarsömum samverja til að fljóta með upp að Kárahnjúkum.

Var þar Ómar nokkur a ferð er starfar við viðhald upp a svæði. Hann var það yndislegur að keyra okkur beint upp í Laugafellslaug, sem er steinsnar fra afleggjaranum upp í Snæfell. Veðrið lék við okkur og vorum við ekki lengi að afklæðast og huggðumst stökkva beint út í laugina, en sem betur fer höfðum við vit á að kanna hitastig laugarinnar fyrst.

Laugin var sjóðheit og óviturlegt að dýfa öðrum likamspörtum en tánum ofan í. Við ákvaðum þá að halda aftur upp a veg en á vegi okkar urðu Eydis og Jói, eiturhress hjón fra Flúðum. Af þeim kjaftaði hver tuska og áttum við dásamlega samleið saman aftur upp a veg.

Upp á vegi hituðum við okkur chilikaffi, mmmmm.... Ekki þurftum við heldur að bíða lengi þar því fyrr en varði stoppuðu 3 fjallmyndarlegir verkamenn, Vilhjalmur og synir, og keyrðu þeir okkur i næsta 2 laugar, sem fyrirfinnast i laugavalladalnum.

Önnur laugin af þeim, er hafði einnig nátturulegt sturtubað, er fullkomin til böðunar og nutum við nátturunnar og góða veðursins um dágóðan tíma þar. Í þann mumd er við ætluðum að fara aftur til baka fylltist gamla bæjarstæðið við laugina af baðþyrstum ferðalöngum.

Af einhverjum óskiljanlegum astæðum hafði okkur verið bent á að fara afleggjarann rétt hjá Snæfelli yfir i Aðalból og héldum við þvi aftur til baka úr Laugavalladalnum. Klukkan var þá að ganga 3. Við bölvuðum þeim er hafði gefið okkur þessi nornaráð i sand og ösku eftir 4 klukkutíma bið við afleggjarann. Við ákvaðum þvi að eina ráðið væri að snúa aftur við og reyna að komast i vinnubúðirnar við Kárahnjuka áður en kólnaði of mikið. Þar myndum við svo beita ÖLLUM okkar töfrum og fá e-n sætan verkamann til að skutla okkur aftur upp í Laugavalladal, og hver gæti sagt nei við þvi!!!!!??

Þo nokkrir bílar byrjuðu að keyra fram hjá okkur en því miður voru þeir flestir á leið til Egilsstaða og enginn gat gefið sér tíma til að keyra okkur til baka í vinnubúðirnar enda klukkan orðin frekar margt. Við ákvaðum því að labba af stað en eftir um 10 km göngu með bakpokana og klukkan að ganga 10 gáfumst við upp við þjóðveginn, hentum upp tjaldinu og skriðum inn i svefnpokann og.... Hrothrothrot og draumar um sæta verkamenn...............

norðan vatnajökuls

Dagur 3, 18. júlí 2010

við vöknuðum i þeim mun skárra veðri, en þó lá þykk þoka yfir öllum Seyðisfirðinum. Við fórum enn einu sinni á Skaftfell og pöntuðum okkur flatköku með beikon og nautahakki: Skaftfell special.

Þvi næst byrjuðum við að skima eftir fari á Egilsstaði, en nóg var af fólki úr Reykjavik svo hægur leikur var að redda sér fari þangað. Þegar á Egilsstaði var komi var klukan orðin of margt til að halda upp á hálendi þann daginn. Við ákváðum því að panta okkur eina nótt a hosteli til að þerra föt og búnað og ná að hvíla okkur vel áður en haldið yrði í hann brattann daginn eftir.

Hálendi og heitar laugar, here we come!

Sunday, July 18, 2010

Dagur 2, 17. júlí 2010

Uppskeruhátíð LungA for fram í dag med miklum glæsibrag.

Stóð upp úr ad okkar mati sýning Henrik Vibskov og tískuteikning fatahönnumarsmiðjunnar.

Það sem okkur þótti líka afar skemmtilegt vid framsetningu tískuteikningarinnar var ad smiðjan hafði ákveðið að nota lifandi módel, þvert a móti þeim vana að nota lík, eins og tíðkast yfirleitt á sýningum sem thessum (her átti ónefndur dauðuppgefinn puttaferðalangur sem lýsti yfir anægju sinni yfir sýninguna væntanlega vid lifandi gínur, eða það skulum við amk vona... ).

Einnig skemmtum við okkur vel yfir bluesbílnum og á blusclub LungA.

Setti mikil rigning og þoka smá strik i reikninginn á útitónleikum hátiðarinnar og vorum við orðnar gegnblautar og þreyttar eftir daginn og ætluðum að ylja okkur yfir áfengi og notalegri stemningu og týna af okkur blautar spjarirnar a Öldunni, aðalbullu bæjarins!

Það fór ekki betur en svo að eftir að unga stúlkan i móttökunni hafði grandskoðað á okkur útganginn með fyrirlitningarsvip bað hún okkur "vinsamlega að vera úti". Við forum þvi út og slógumst í hóp hinna fullu illa hirtu unglinganna og vorum yfir okkur anægðar með hrósið frá ungu hótelstarfsstúlkunni, því augljóslega hafði hún sett okkur í hóp unglinganna, enda vid svo ótrúlega unglegar að ekki þykir það skritið!

Við smygluðum okkur þó á endanum inn a Ölduna, settumst niður með vín og kláruðum að skrifta og blogga. Eftir marga dásamlega frasa fra dauðþreyttum og grútskítugum puttaferðalongum (harpa: er bloodgroup fyrst? helga:haa, blogga fyrst? ) og vel ákveðnar alhæfingar fra fröken besserwisswer (harpa: orð byrja aldrei a ufsilon i, ALDREI!!!), þá var ákveðið að sturta fisherman stauðum í sig og halda á Hjálmaball...

LungA, TAKK FYRIR OKKUR!

Saturday, July 17, 2010

fyrsta tilkynningin sem vid kynntum okkur

Dagur 1, 16. júlí 2010

Ferðin hofst frá Reykjavik kl 11 að morgni. 

Fyrstur til að taka okkur uppi var Stefnir, slökkviliðsmaður, en hja honum stefnir allt i verkfall. 

Næst fengum við far alla leið austur á Vík i Mýrdal með indæliskonu sem við gleymdum að taka niður nafnið hjá! Við vorum svo 
heppnar að hún hafði akveðið að fá sér bíltúr og kíkja í kaffi til systur sinnar í Vik! 

Við tók ferð með hresssum strákum á leið í göngu, dásamlegum amerískum hjónum og 3 Hollendingum. Við lögðum af stað fra Reykjavik í sól og bliðu, en eftir því sem austar dró varð hvassara og hvassara. Rétt áður en við komum á Höfn urðum við
 vitni að FHH (fljugandi hjólhýsi)... 

Sem betur fer slasaðist þó enginn. Hollensku herramennirnir heldu sina leið og skyndilega stóðum við úti í óbyggðum og enga bíla að sjá! En allt er gott sem endar vel og fyrr en varði vorum við komnar með far alla leið a Seyðisfjörð með 2 hressum sjóurum. Við erum því staddar a LungA þar sem enginn er með dólg! 

Hér verðum við um helgina og tökum púlsinn a hvernig gestir hátiðarinnar ferðuðust hingað.

Þakkir til allra þeirra sem tóku okkur uppi og þeirra sem veitt hafa okkur viðtal.

Helga og Harpa

Thursday, July 15, 2010

LAGT AF STAÐ Í FYRRAMÁLIÐ!!!





Ferðateymi heimildarmyndarinnar Heitar Laugar á Íslandi leggur af stað í fyrramálið, 16. júlí. Mikill undirbúningur hefur átt sér stað síðustu daga og eftirvænting eftir því.

Fyrsta daginn verður stefnan tekin á Lunga, Listahátíð Ungs fólks á Seyðisfirði. Þaðan verður svo ferðinni heitið upp á hálendi og stefnan tekin á Víti.

Upplýsingar um ferðateymið má sjá hér en einnig verður hægt að fylgjast með förum teymisins á samferda.is :


Helga Sveinsdóttir og Harpa Fönn Sigurjónsdóttir

heitarlaugar@gmail.com

http://heitarlaugar.blogspot.com/

S: 8223717 og 6699567


Bíðum spenntar með þumalputtann á lofti og sundfötin í töskunni eftir að þið stoppið fyrir okkur!!!



kv.

HLÍ



Viltu leggja verkefninu heimildarmyndin Heitar Laugar á Íslandi lið?




Framleiðsluteymi myndarinnar leitar eftir fjármagni.



Þeir peningar er safnast verða nýttir til að greiða fyrir útilegubúnað, leigu á tökubúnaði, ásamt bensínkostnaði. Öll vinna við myndina er unnin í sjálfboðastarfi og er því fjáröflun þessi eingöngu ætluð til að ná yfir tilfallandi kostnað, en ekki til að afla tekna.

Engir stórir fyrirtækjastyrkir eða aðrir opinberir styrkir né annað spons hefur runnið til verkefnisins. Við leitum frekar eftir stuðningi einstaklinga og fyrirtækja sem sjá hag af verkefninu og deila hugsjón og samvinnu um að ýta undir og styðja við verkefni sem þetta, sem inniheldur ólíka geira bókmennta, lista, menningar og ferðamála.

Við leitum því sérstaklega til smærri fyrirtækja og einyrkja og hvetjum þá til að kaupa af okkur afar ódýra auglýsingu og vera samferða okkur í kynningu á eins áhugaverðum ferðamáta og puttaferðalög eru, auk kynningar á eins áhugaverðum náttúruundrum og upplifun og heitar laugar eru!

Við hvetum því þig lesandi góður til að styrkja verkefnið að e-u leyti en hvert framlag er okkur mikils virði. Hægt er að styrkja verkefnið með tvenns konar leiðum:

1. Kaup á auglýsingu:
Við bjóðum til sölu auglýsingu sem birt verður í kreditlista myndarinnar, á bloggi myndarinnar og facebook síðu, ásamt því að vera birt á öllu prentuðu kynningarefni fyrir myndina, eins og fyrir birtingar á kvikmyndahátíðum. Í boði eru tveir verðflokkar, fyrir 5.000 kr fæst birting á logo-i fyrirtækisins á áðurnefndum miðlum. Fyrir 10.000 kr fæst logo birt efst á bloggsíðu í stærri ramma, stærra logo birt í kreditlista ásamt því að fyrirtækið er nefnt í lista yfir þá sem fá sérstakar þakkir fyrir veitta aðstoð.

Vinsamlegast sendið logo og annað kynningarefni á heitarlaugar@gmail.com. Vinsamlegast greiðið inná reikning 567-26-850188, kt. 1708814519 og greiðslustaðfestingu á heitarlaugar@gmail.com.


2. sjálfstæðu peningaframlagi (donation)
Nafn gefanda verður birt í þakkarlista myndar og á blosíðu og facebooksíðu verkefnsins, ef hann óskar svo.

Vinsamlegast greiðið inná reikning 567-26-850188, kt. 1708814519 og greiðslustaðfestingu á heitarlaugar@gmail.com.


Takk fyrir að vera samferða!!!


kv.

HLÍ



Um heimildamyndina Heitar Laugar á Íslandi



Heimildarmyndin Heitar Laugar á Íslandi


Myndin sýnir tvær íslenskar stúlkur ferðast á puttanum um Suðurland, Austurland og hálendið, með það markmið að heimsækja sem flestar laugar úr bókinni Heitar Laugar á Íslandi, eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur.

Myndin er gerð með það að markmiði að hvetja fólk til að nýta sér hagkvæman og umhverfisvænan ferðamáta sem við kjósum að kalla “puttaferðalag”.

Umhverfisvænn ferðamáti

Myndinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um þennan umhverfisvæna ferðamáta. Því fleiri sem deila bíl, því minni mengun.

Hagkvæmur ferðamáti

Ferðalögum út á land getur fylgt mikill kostnaður og umstang varðandi skipulagningu þeirra og ákvörðun ferðamáta. Borgarbúar velta sjaldan “puttaferðalögum” fyrir sér sem einmitt einum valkosti við slík ferðalög. Ætlunin með myndinni er því einnig að sýna fram á hversu hagkvæmt er að ferðast um landið okkar þar sem því fleiri sem dreifa bensínkostnaði því ódýrari verður ferðin.

Allt er hægt! ;)

Myndin mun einnig sýna að það er alls ekki ómögulegt að ferðast á puttanum til staða sem hafa að geyma ósviknar íslenskar náttúruperlur og almennt er talið erfitt að ná til, svo sem heitar laugar á Íslandi.

Þannig sameina “puttaferðalög” umhverfisvænan, hagkvæman og áhrifaríkan ferðamáta!


Aðferðir og leiðir við að ná ofangreindum markmiðum eru nýjar, þar sem verkefnið mun leggja ríka áherslu á samstarf milli hinna ólíku greina kvikmyndalistar, bókmennta og ferðamála.

Bókin Heitar Laugar á Íslandi varð innblástur okkar að gerð þessarar heimildamyndar en hún kom út núna fyrir jólin 2009 og er þetta í fyrsta skipti sem gefin er út bók af þessu tagi, með svo greinargóðri lýsingu á þeim náttúruundrum sem íslenskar laugar eru.

Myndin er unnin í samstarfi við samferda.net. Markmið samferda.net er að hvetja Íslendinga til að ferðast á umhverfisvænni máta, eða með því að annaðhvort þiggja far á áfangastað, eða að bjóða öðrum að fá far hjá sér. Þesskonar síður tíðkast víða í Evrópu og er vefurinn unnin með tilliti til svipaðra síðna í Þýskalandi. Að auki mun verkefnið vera unnið í samstarfi við útgefendur bókarinnar, Skruddu ehf.

Verkefnið mun taka 6 mánuði en ferðin sjálf mun taka um það bil 2 vikur eða frá 16. – 26. júlí 2010.

Á ferðalaginu munum við taka viðtöl við fólkið sem við fáum far hjá og spyrja hvort það sé vant að taka puttaferðalanga uppí og hvort það ferðist einhvern tímann sjálft á puttanum. Við tökum einnig viðtöl við fólk sem við hittum í laugunum, spyrjum hvernig það hafi ferðast þangað og hvert þeirra viðhorf til slíkra ferðalaga sé. Farið verður á tvær tónlistarhátíðir þar sem við tökum viðtöl við gesti hátíðanna, spyrjum með hvaða ferðamáta þeir hafi komið og hvert þeirra viðhorf til puttaferðalaga sé.



Friday, July 9, 2010

Nokkrar myndir úr bókinni

Hér eru nokkrar myndir úr bókinni Heitar Laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur, bókin sem varð kveikjan að myndinni.


Þórunnarlaug í Laugafelli.


Hitulaug syðri, við Marteinsflæður, á afrétti Bárðdælinga.


Hrunalaug, rétt utan við Flúðir.


Hveragil, norðaustan við Kverkfjöll.


Klambragil, undir Ölkelduhálsi.


Önnur frá Klambragili


Landmannalaugar


Laugarvallardalur í Brúardölum norðan við Kárahnjúka.


Og önnur frá Laugarvallardal


Strútslaug í Hólmsárbotnum.


Víti


Önnur mynd frá Víti


Vonarskarð

Njótið vel.
Kveðja,
Helga

Wednesday, July 7, 2010

Nokkrir dagar í tökur

Þá er trailerinn kominn á netið og aðeins nokkrir dagar í að tökur hefjist!



Takk enn og aftur allt þið yndislega fólk sem aðstoðuð okkur við trailerinn!

Tuesday, June 22, 2010

How to pick up a hitchhiker...

I found this funny blog on pleated-jeans.com

How To Pick Up A Hitchhiker
Posted on September 23, 2009 by Pleated Jeans
If you’re interested in picking up hitchhikers, then you’re probably one of two kinds of people:

1. A lonely road traveler looking to swap some good stories with a stranger

2. A murderer looking for an easy kill

If your motivation is the latter, well then you can just take your sadistic tendencies to another website. Because Pleated Jeans is not a website that promotes violence or murder.

If, on the other hand, you’ve seen movies like Pee-Wee’s Big Adventure, Easy Rider or The Texas Chainsaw Massacre and thought to yourself, “Wow, hitchhikers sure do look like a fun bunch of people,” then read on to learn how to pick up a hitchhiker and have fun while you’re doing it:

Step 1: Use a Motor Vehicle

In my experience, hitchhikers prefer to be picked up in a motor vehicle. If you’re just walking down the road, chances are the hitchhiker is going to decline when you suggest he hops on your back (yes, even if you’ve strapped a lawn chair to your shoulders).

Now, I know what you’re thinking, “but a car moves so much faster than my feet! That means I’ll have LESS time to chat it up with my new hitchhiker friend.” This is true, but for the safety and comfort of all parties involved, do yourself a favor and just use a car.

Step 2: Don’t Hit The Hitchhiker With Your Car

When you see the hitchhiker, chances are you’re going to get super excited. After all, just think about all the COOL and AMAZING stories he’s about to tell you! But as much as you’ll want to instantly slam on the brakes and pull off to the side of the road, I wouldn’t advise it.

Why? Because if you haven’t passed the hitchhiker yet, then you’re probably going to run right over him with your car! And if you do that, then the hitchhiker will probably be dead (or at least unconscious) – a fact that dramatically hinders his ability to tell you cool stories. Oh sure, you could toss the corpse into your car anyway, and then use a string to open and close his mouth while you use a funny pirate voice to tell weird hitchhiking stories. But those stories wouldn’t be real, and in my experience, that fact kind of ruins the whole experience.

Step 3: Make Sure the Hitchhiker is a Hitchhiker

Not everyone hanging out on the side of the road is a hitchhiker. Construction workers, fruit vendors, people waiting for the bus – these are not hitchhikers. Also, street signs and discarded plastic bags are not hitchhikers. And trust me, no matter how many times you offer to give them a ride, they will either get mad and tell you “no,” or just make a rude “crinkling” noise before blowing away in the wind.

As such, you should know how to spot a hitchhiker. He will either have his thumb out or carry a sign with a destination on it to let you know he is a hitchhiker. Also, if you see a grizzled guy with a hook for a hand that is carrying a machete, it’s probably pretty safe to say that he’ll get in your car if you give him the chance.

Step 4: Make the Hitchhiker Comfortable

Once the hitchhiker is in the car, you want to make him comfortable so he’ll open up and tell you some cool stories. This is why I always keep an inflatable neck pillow and pitcher of ice-cold lemonade in my car. Hitchhikers love that stuff. Also, pornography.

Once you sense the hitchhiker is relaxed, go ahead and break the ice to get him talking. Good conversation starters include:

“How’d you get that scar?”

“What’s with the rusty shovel?”

“Need help getting those handcuffs off?”

and “Remember Reuben Studdard? Whatever happened to that guy?”

Myndir frá tökum á trailer

Birgir og Harpa klár í tökur við Kaffitár í Bankastræti


Bebba mundar vélina


Ósk passar farangurinn á meðan tökum stendur

Það er að sjálfsögðu skylda að fá sér eins og eina pylsu í vegasjoppum landsins!


Kaffipása




Gert klárt fyrir tökur í Litlu kaffistofunni

Við þökkum enn og aftur öllum þeim er lögðu hjálparhönd við tökurnar á trailernum!










Tuesday, June 15, 2010

Samstarfsaðilar


Samferða.is


Skrudda ehf.


HLÍ productions


Canon

Vodafone logo

Vodafone Iceland

'

Everest

TRAILER

Eftirtaldir hjálpuðu til við undirbúning, tökur og eftirvinnslu á trailer og þökkum við þeim innilega fyrir!:

Bergþóra Ólöf Björnsdóttir
Magnús Atli Magnússon
Birgir Þór Halddórsson
Osk Ómarsdóttir
Gígja Hrund Stefánsdóttir
Marsibil Sæmundardóttir

Kaffitár
Litla Kaffistofan
Skrudda
Samferda.is
Everest
Sense (Cannon)
Vodafone


production:
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Helga Sveinsdóttir

Friday, June 11, 2010

Tökum á trailer lokið

Í gær var tekinn upp trailer fyrir myndina. Með aðstoð frábærra einstaklinga og okkar kæru samstarfsaðila tókst að klára tökur á einu kvöldi. Innan skamms mun trailerinn verða birtur á netinu.

Það er gaman að segja frá því að þar sem við stóðum við veginn í tökum, þá voru ófáir bílstjórar sem stoppuðu til að bjóða okkur far. Því miður þurftum við að segja þessu indæla fólki að við værum að taka upp trailer og vantaði því ekki far í þetta skiptið, en mikið er gott að vita hvað það eru margir tilbúnir til að taka farþega uppí!

Kærar þakkir til allra þeirra er aðstoðuðu okkur!

Wednesday, June 9, 2010

Heitar Laugar á Íslandi


Við viljum benda áhugasömum á að hægt er að kaupa bókina Heitar Laugar á Íslandi á internetinu. Vinsamlegast fylgið linknum:



Friday, June 4, 2010

FACEBOOK



Heimildarmyndin Heitar Laugar á Íslandi...

...er á facebook.

Endilega vingist við okkur hér:

http://www.facebook.com/profile.php?id=100001070387061&ref=ts

Heitar Laugar Á Íslandi

Wednesday, May 19, 2010

Car pooling for the planet... and for you!

A few carpooling benefits:

- Car pooling, also known as ride-sharing or lift-sharing, can save you big bucks on gas, wear and tear on your vehicle, oil resources and reduce all the associated nasty environmental impact associated with driving...
- According to Sightline Institute, the average car with a single driver emits 1.10 lbs of carbon dioxide per mile. When you carpool, an average car with three passengers naturally decreases that number by one-third - to only 0.37 lbs of carbon dioxide per mile.
- When it's not your turn to drive, you can relax and enjoy not having to deal with the stress of driving.
- With fewer cars on the road, traffic congestion in your community will be decreased.
- Meet new people and socialize!

Heimildarmyndin Heitar Laugar á Íslandi


Heimildamyndin Heitar Laugar á Íslandi verður tekin upp í júlí 2010.

Myndin fjallar um þær náttúruperlur sem íslenskar laugar eru og 'puttaferðalög'.

Myndin sýnir tvær íslenskar stúlkur ferðast á puttanum um Suðurland, Austurland og hálendið, með það markmið að heimsækja sem flestar laugar úr bókinni Heitar Laugar á Íslandi.

Myndin er gerð með það að markmiði að hvetja fólk til að nýta sér hagkvæman og umhverfisvænan ferðamáta og sýna hversu auðvelt er að nota þann ferðamáta til að skoða ósviknar íslenskar náttúruperlur.

Um bókina Heitar Laugar á Íslandi

Í þessari bók er fjallað um hið sérstæða fyrirbæri í náttúru Íslands, heitar laugar. Hér greinir bæði frá ósnortnum náttúrulaugum og manngerðum laugum sem skemmtilegt er að skoða og njóta. Þær eru bæði í byggð og í óbyggðum og á misfjölförnum slóðum. Bókin hentar vel á ferðalögum ef fólk vill bregða sér í heitt bað. Þar sem oft getur reynst erfitt að finna einstakar laugar, sérstaklega á hálendinu, fylgja GPS-punktar öllum laugunum sem fjallað er um en þær eru á annað hundrað. Ljósmyndir eru af þeim öllum og fjörlegar leiðar- og náttúrulýsingar gera bókina að ómissandi förunaut á ferðalögum. Loks eru vönduð kort í bókinni til að auðvelda notkun hennar.

Heitar Laugar á Íslandi


Forsíða bókarinnar Heitar Laugar á Íslandi eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigurbjörnsdóttur.