Eftir ljufa drauma skelltum við okkur aftur uppa veg. Eftir ekki svo langa bið birtist enn einn fjallmyndarlegur verkamaður fra karahnjukum. Draumar okkar rættust!!
Kári reyndist ekki aðeins hjalpsamur og indæll, heldur einstaklega mikill höfðingi. Hann byrjaði á að bjoða okkur í kaffi, skonsur með hangikjeti og laxabrauð uppí vinnubúðum og skutlaði okkur svo alla leið uppi Brú í Jökuldal! Við gerðum ráð fyrir langri bið þar, komum upp skjóli og huggulegum sætum og slökuðum á við vegkantinn.
Skömmu síðar birtist þýskt par á hjólum sem stoppuðu til að spjalla, en sögðust því miður ekki koma okkur a bögglaberana.
Tobias og Christian voru svo heppnir að þurfa að stoppa á gatnamótunum til að átta sig á í hvaða átt þeir ættu að fara og fengu því óvænt 2 sætar stúlkur sem farþega upp í Öskju...I Öskju flýttum við okkur að henda pasta á prímusinn en það gekk eitthvað hægt að elda pastað i rokinu þannig að þýski kokkurinn Yamal kippti pottinum inn i eldhustjaldið þeirra.
Með bros á vör og pasta í maganum húkkuðum við far upp í Víti. A leiðinni upp skall á heljarrigning og reyndist þvi ófært að ganga niðri gíginn til að baða sig, en í staðinn voru teknar myndir af brúninni. Kvöldinu var svo eytt í eldhústjaldinu með "medicine tea" til að fa yl í kroppinn fyrir háttinn. Það voru því glaðar en kaldar stúlkur sem skriðu til hvílu á vikurundirlagi þetta kvöldið.
Ullarbrækur eru töff!
No comments:
Post a Comment