Thursday, August 5, 2010

Dagur 12, 27. júlí 2010

Sú laug sem okkur langaði einna mest að húkka til lét ekki bíða lengur eftir sér, enda fengum við sms frá tveimur kampakátum strákum snemma um daginn. Þeir höfðu séð auglýsinguna okkar á www.samferda.net um að okkur vantaði far frá Hveragerði að Seljavallarlaug....

Við vorum ekki lengi að þiggja boðið um far að lauginni en strákarnir voru að koma úr Reykjavík og pikkuðu okkur því upp í N1, sjoppunni sem hvað flestir puttaferðalangar leggja leið sína um.

Við nýttum einmitt tækifærið og leituðum að Bókinni góðu, biblíunni okkar, í sjoppunni, en nei, hvergi var hana að sjá. Við tókum einnig hresst viðtal við afgreiðslumann N1 um ferðalög og umferð í gegnum Hveragerði og einnig um umferð og áhugasemi um laugina í Klambragili, sem er einmitt steinsnar frá Hveragerði. Okkur gafst þó ekki tími sjálfar til að leggja leið okkar upp dalinn og að lauginni þar sem strákarnir frá www.samferda.net voru á næsta leiti.

Strákarnir í gegnum www.samferda.net voru svo sannarlega í road trip og lauga hugleiðingum, með samlokur og kakó í skottinu og sundfötin klár til brúks!

Seljavallalaug var nokkuð breytt frá því sem var, enda laugin undir Eyjafjallajökli og aska þakti svæðið í samræmi við það. Notalegt var þó að liggja í lauginni undir fjallinu með sólina að brjótast út úr skýjunum.

Eftir böðun í Seljavallarlaug fengum við aftur far hjá strákunum og báðum við þá að skutla okkur að seinustu lauginini í ferðinni.........

Blendnar tilfinningar bærðust í brjósti okkar er við þökkuðum fyrir farið, tókum bakpokana okkar og gengum af stað niður stíginn í áttina að Nauthólsvík....




Kærar þakkir fyrir allt saman þið yndislega fólk sem hefur aðstoðað okkur og gert þessa ferð að veruleika!

Helga og Harpa

No comments:

Post a Comment