Við vöknuðum kófsveittar i tjaldinu okkar við Aldeyjarfoss i 20 stiga hita og sol. Við hófumst handa við að pakka saman og í miðjum klíðum atti hollenskt par leið hjá. Og viti menn! Þau voru a ferðinni eldsnemma yfir sandinn.
Við þáðum því boð þeirra að sitja í að afleggjaranum að Laugafelli i skiptum fyrir upplýsingar um Ísland og íslenska lifnaðahætti. Við stöllur búum greinilega yfir hafsjó af skemmtilegum og áhugaverðum upplýsingum um heimaland okkar, þvi þegar við komum að afleggjaranum að Laugafelli vildi parið ólmt halda afram samleið og bauðst til að aka okkur þá 44 km auka að l
Laugafelli.
Klukkutíma síðar vorum við komnar að fellinu og dáðumst að fegurðinni i dalnum og yndislegu lauginni í hlíðinni. Þó útlitið hafi svo í byrjun verið svart með að komast úr dalnum samdægurs höfðum við þó heppnina með okkur... Stuttu eftir að við komum i dalinn stoppuðu Auður of Valli við í Laugafelli á leið sinni fra Skagaströnd og tóku okkur upp í.
Við áttum 5 dásamlega klukkutima með þeim alla leið niður i Landmannalaugar og deildum ferðasögum, glensi og gamni. Erum við þem endanlega þakklátar fyrir samveruna. Upp í Landmannalaugum heilsuðum við upp á kampakáta fjórhjólakappa í Info centernum og versluðum okkur kaffi hjá brosmildu starfsfólki og eigendum Mountain Mall.
En sú blessun að geta keypt bland í poka lengst upp á hálendi!
Að þvi loknu skelltum við okkur að sjálfsögðu i laugina sem var gersamlega yndislegt eftir langan dag! Ekki versnaði dagurinn því eftir laugaferð birtist englendingur með grill, pulsur og bjór og endaði dagurinn a spjallinu við 3 aðra puttaferðalanga og þýska ahugakonu um heitar laugar.
No comments:
Post a Comment