Saturday, July 17, 2010

Dagur 1, 16. júlí 2010

Ferðin hofst frá Reykjavik kl 11 að morgni. 

Fyrstur til að taka okkur uppi var Stefnir, slökkviliðsmaður, en hja honum stefnir allt i verkfall. 

Næst fengum við far alla leið austur á Vík i Mýrdal með indæliskonu sem við gleymdum að taka niður nafnið hjá! Við vorum svo 
heppnar að hún hafði akveðið að fá sér bíltúr og kíkja í kaffi til systur sinnar í Vik! 

Við tók ferð með hresssum strákum á leið í göngu, dásamlegum amerískum hjónum og 3 Hollendingum. Við lögðum af stað fra Reykjavik í sól og bliðu, en eftir því sem austar dró varð hvassara og hvassara. Rétt áður en við komum á Höfn urðum við
 vitni að FHH (fljugandi hjólhýsi)... 

Sem betur fer slasaðist þó enginn. Hollensku herramennirnir heldu sina leið og skyndilega stóðum við úti í óbyggðum og enga bíla að sjá! En allt er gott sem endar vel og fyrr en varði vorum við komnar með far alla leið a Seyðisfjörð með 2 hressum sjóurum. Við erum því staddar a LungA þar sem enginn er með dólg! 

Hér verðum við um helgina og tökum púlsinn a hvernig gestir hátiðarinnar ferðuðust hingað.

Þakkir til allra þeirra sem tóku okkur uppi og þeirra sem veitt hafa okkur viðtal.

Helga og Harpa

No comments:

Post a Comment