Friday, July 23, 2010

Dagur 8, 23. júlí

Eftir ljúfa drauma í hlýju smáhýsi var ræs rétt fyrir 9 og haldið beina leið í morgunmat. Eftir fimm stjörnu morgunmat fengum við fyrsta flokks bíltúr með leiðsögn upp að Þeistareykjarlaug. Laugin reyndist því miður vera þornuð upp, en þessi ferð var svo sannarlega samt þess virði að fara. Fegurðin á þessari leið er alveg ólýsanleg og veðurblíðan gerði ferðina enn betri! Eftir góðan bíltúr, þá var slökun í ostakarinu vel þegin. Við vorum líka svo heppnar að hitta á hresst fólk sem þekkir vel til heitra lauga á Íslandi og fengum við að taka skemmtilegt viðtal við þau í ostakarinu. Kaldbakslaugin reyndist líka vera yndisleg og náðum við meira að segja að taka smá sundsprett þar!

Eftir yndislegan dag í heitum laugum notfærðum við okkur rausnarskap höfðingjanna á Kaldbak og fórum yfir tökur og nýttum okkur tölvurnar á staðnum til að blogga og skrá niður tökur og fleira. Kvöldið fór svo í grillaðar pylsur, myndasýningu frá Uganda og nú er förinni heitið á Mærudaga og vonandi í miðnætursiglingu!

No comments:

Post a Comment