Thursday, July 22, 2010

Dagur 6, 21. júlí 2010

Við vöknuðum eldsnemma um morguninn til að ná tali af þeim fjölmörgu Íslendingum sem ætluðu sér að fara norður á Mývatn og höfðu haft miklar yfirlýsingar kvöldið áður að leggja snemma af stað. Við vorum þó ekki vongóðar um árangur þar sem Íslendingarnar höfðu setið við söng langt fram á nóttu kvöldið áður. Við þorðum þó ekki að taka sénsinn og vorum komnar út á veg kl. 8.30.

Að minnsta kosti 2 klukkutímum síðar byrjuðu Íslendingarnir að hlaða bílana, setja kaffi á hitabrúsana, GPS tækið gert klárt, kæliboxin hlaðin í skottið og skriðu þeir svo að lokum upp tröppurnar í jeppana sína. Við fylltumst kæti og von og settum upp puttana, en nei, allt kom fyrir ekki... Íslendingarnar sem höfðu verið svo hressir (einhverja hluta vegna) kvöldið áður brunuðu fram hjá okkur án þess svo sem að líta á okkur. Við héldum því aftur í þýsku eldhúsbúðirnar og áttum stutt spjall við Yamal, þýska kokkinn sem hafði tekið svo hressilega á móti okkur daginn áður (eða var hann að taka svona vel á móti vodka pelanum sem við höfðum í farteskinu...?). Hann var einmitt að fara úr Öskju á nýja staðsetningu, eftir 18 daga samfellda dvöl á svæðinu, og vita menn, næstu eldhúsbúðir átti að setja upp á mývatni! Við urðum því kampakátar á nýjan leik og dásömuðum enn og aftur erlendum samúðarfullum ferðalöngum og troðum okkur í vinnubílinn hans og bílstjóra hans. Bílsstjórinn og eigandi sendiferðabílsins sem náði í Yamal er fyrrverandi lögga og þótti ekkert skemmtilegra en að segja skuggalegar sögur frá "the other side" á bjagaðri ensku og höfðum við mikið gaman af! Við komum okkur vel fyrir í skottinu á sendiferðabílnum með kælibox sem sæti og bjórkassa sem borð. Ferðin var gersamlega dásamleg og yfirburðafalleg, enda áttum við leið um Herðubreiðalindir, Möðrudal og enduðum svo í Mývatnssveit í yndislegu verði og með yndislegum félagsskap og Johnny Cash á iPodinum í "góðu" græjunum okkar sem ganga víst fyrir "do NOT recharge" batteríum... hmmm...... ;/

Þegar í Mývatnssveit var komið vorum við ekki lengi að fara beint á pöbbinn og panta okkur feitan hamborgara og vatnsglas (enda kostaði lítil kók í gleri 400 kr). Eftir hamborgara og klósettferð (já.... þið getið bara rétt ímyndað ykkur hversu "góður" þessi hamborgari var......) héldum við í Bjarg, sem er alveg yndislegt tjaldsstæði við vatnið. Þar er alla aðstöðu að fá: rafmagn, heitt vatn, sturtur, gaseldavél osfrv.

Því næst var haldið í heita laug, og ekki af verri kantinum því fyrir valinu í þetta skiptið urðu Jarðböðin í Mývatnssveitinni. Þar tókum við viðtal við ýmsa skemmtilega ferðalaganga: hollendinginn Jón Sigurjónsson, afgreiðslumanninn í jarðböðunum, sem var sérfræðingur í heitum laugum, auk margra annarra. Einnig tóku afar hressar konur úr sveitinni okkur upp í, auk hjóna sem voru að njóta dvalar í sumarhúsinu sínu í sveitunum við Mývatn.

Við fengum svo Yamal í heimsókn á tjaldssvæðið og hann eldaði handa okkur lúxus pasta með salti, chilli, beikoni og lauk og hámuðum við það í okkur með vodka í appelsínusafa (já gott fólk. í APPELSÍNUSAFA, EKKI í kaffi) með bestu lyst og fórum við afar sáttar að sofa.

No comments:

Post a Comment