Monday, July 26, 2010

Dagur 11, 26. júlí 2010

Við vöknuðum í Landmannalaugum eftir kalda og blauta nótt. Þó við værum orðnar ýmsu vanar og næstum komnar með fiskihúð af öllum böðunum þá ofbauð okkur þó rigningin og rokið í Landmannalaugum og pökkuðum við saman á mettíma. Við vorum ekki lengi að koma okkur úr rigningunni og fengum far alla leiðina upp í Hveragerði. Þar ákváðum við að fá lánaðan bíl í næstu laugaferð til að skoða hina hliðina á teningnum; að við sjálfar myndum pikka upp puttaferðalanga og keyra í laugarnar. Á dagskrá voru 4 laugar; Vígðalaug, Marteinslaug, Kúalaug og Hrunalaug.

Vel gekk að finna fyrstu þrjár laugarnar, en erfiðarar gekk að finna einhverja puttaferðalanga! Eftir þriggja tíma akstur um allar sveitirnar í kringum Hveragerði játuðum við okkur sigraðar og ákváðum að loknum afkastamiklum degi að dýfa okkur ofan í Hrunalaug við Flúðir og hvíla lúin bein, enda höfðum við báðar hlakkað mikið til þess að berja þá laug augum. Við vorum því fullar eftirvæntingu þegar við fundum veginn sem samkvæmt bókinni átti að leiða okkur að lauginni. Við fylgdum leiðbeiningum bókarinnar að því sem best við gátum en allt kom fyrir ekki. Eftir eins og hálfs tíma göngu í blautu grasi frá hinum ýmsu "bílastæðum" og eftir hinum ýmsu "jeppaslóðum" gáfumst við upp og héldum heim á leið ansi vonsviknar. Jæja, Hrunalaug mun bíða betri tíma og vonandi mun vera auðveldara í það skiptið að finna laugina!

Þegar aftur var komið til byggða fórum við á netið til að finna laugina og eftir nokkra leit fundum við þessar leiðbeiningar. Njótið vel!:
http://www.natturan.is/graenarsidur/inst/2701/

1 comment:

  1. Rosalega gaman að lesa bloggið ykkar :)

    Helga þú hefðir bara átt að hringja í mig, hún er ekkert merkt við veginn.

    Mínar leiðbeiningar: beygja inn á afleggjarann að Hruna við Flúði og halda áfram malarveginn, beygja upp hjá Hrunakirkju og prestsetrinu og keyra fram hjá því og svo næst til hægri þegar er hægt, svo þegar komið er að hliði þá er bílnum lagt þar við hliðið og labbað beint upp í hlíðina (ca. 3-5 mín gangur frá bílastæði að lauginni) og þá blasir hún við :D mig minnir að svona séu leiðbeiningarnar :)

    Kveðja,
    Voda Hafdís :)

    ReplyDelete