Wednesday, July 21, 2010

dagur 4, 19.juli 2010

Við vöknuðum eldsnemma og vorum það heppnar að fá far með Moses læknanema í Hallormsstað, þar sem við þurftum ekki að bíða lengi eftir miskunnarsömum samverja til að fljóta með upp að Kárahnjúkum.

Var þar Ómar nokkur a ferð er starfar við viðhald upp a svæði. Hann var það yndislegur að keyra okkur beint upp í Laugafellslaug, sem er steinsnar fra afleggjaranum upp í Snæfell. Veðrið lék við okkur og vorum við ekki lengi að afklæðast og huggðumst stökkva beint út í laugina, en sem betur fer höfðum við vit á að kanna hitastig laugarinnar fyrst.

Laugin var sjóðheit og óviturlegt að dýfa öðrum likamspörtum en tánum ofan í. Við ákvaðum þá að halda aftur upp a veg en á vegi okkar urðu Eydis og Jói, eiturhress hjón fra Flúðum. Af þeim kjaftaði hver tuska og áttum við dásamlega samleið saman aftur upp a veg.

Upp á vegi hituðum við okkur chilikaffi, mmmmm.... Ekki þurftum við heldur að bíða lengi þar því fyrr en varði stoppuðu 3 fjallmyndarlegir verkamenn, Vilhjalmur og synir, og keyrðu þeir okkur i næsta 2 laugar, sem fyrirfinnast i laugavalladalnum.

Önnur laugin af þeim, er hafði einnig nátturulegt sturtubað, er fullkomin til böðunar og nutum við nátturunnar og góða veðursins um dágóðan tíma þar. Í þann mumd er við ætluðum að fara aftur til baka fylltist gamla bæjarstæðið við laugina af baðþyrstum ferðalöngum.

Af einhverjum óskiljanlegum astæðum hafði okkur verið bent á að fara afleggjarann rétt hjá Snæfelli yfir i Aðalból og héldum við þvi aftur til baka úr Laugavalladalnum. Klukkan var þá að ganga 3. Við bölvuðum þeim er hafði gefið okkur þessi nornaráð i sand og ösku eftir 4 klukkutíma bið við afleggjarann. Við ákvaðum þvi að eina ráðið væri að snúa aftur við og reyna að komast i vinnubúðirnar við Kárahnjuka áður en kólnaði of mikið. Þar myndum við svo beita ÖLLUM okkar töfrum og fá e-n sætan verkamann til að skutla okkur aftur upp í Laugavalladal, og hver gæti sagt nei við þvi!!!!!??

Þo nokkrir bílar byrjuðu að keyra fram hjá okkur en því miður voru þeir flestir á leið til Egilsstaða og enginn gat gefið sér tíma til að keyra okkur til baka í vinnubúðirnar enda klukkan orðin frekar margt. Við ákvaðum því að labba af stað en eftir um 10 km göngu með bakpokana og klukkan að ganga 10 gáfumst við upp við þjóðveginn, hentum upp tjaldinu og skriðum inn i svefnpokann og.... Hrothrothrot og draumar um sæta verkamenn...............

No comments:

Post a Comment