Heimsóttar laugar // Visited Pools

Laugafellslaug, með Snæfell í baksýn.
Laugin var full heit til að fara ofan í, en við hittum fólk við laugina sem hafði farið ofan í hana kvöldið áður. Það þarf að taka slönguna upp úr lauginni með góðum fyrirvara svo hún nái að kólna aðeins niður. Það er því hægt að baða sig í þessari laug, en það þarf að gera ráð fyrir að stoppa þarna í einhvern tíma svo hægt sé að leyfa henni að kólna.

The pool at Laugafell was a bit too hot to get in, but we met some people that had been in it the night before. Apparantly you need to remove the hose well before getting in so the water will have time too cool down. Therefore, it is possible to bathe in this pool, just as long as you‘ll be stopping there long enough to allow it to cool down.

Laugavalladalur, norðan við Kárahnjúka - Efri laug
Eins og sjá má á myndinni þá er aðeins lítill heitur lækur þarna núna. Stíflan er enn til staðar en annaðhvort heldur hún ekki, eða vatnsmagnið er einfaldlega of lítið til að ná að haldast í lauginni. Þessi litli lækur er mjög heitur og skal því varast að brenna sig ekki á vatninu ef áhugi er fyrir að skoða þetta nánar.

As seen on the picture, what‘s left of this pool is only a small trickle of hot water.  The dam is still there, but the water must either be seeping through, or the flow of water is simply too little to build up to a pool. That little trickle of water is very hot, perhaps dangerously hot, so please be careful when having a look at it.


Laugavalladalur, norðan við Kárahnjúka - Neðri laug og heitur foss
Áður fyrr var fossinn notaður til að skola af sér eftir dvöl í efri lauginni. Nú er hinsvegar búið að setja stíflu fyrir neðan fossinn og er því hægt að slaka á í heitri lauginni sem er þar. Hitastigið er alveg mátulegt en botninn er sendinn og eitthvað um steina og því ekki hægt að tylla sér alveg hvar sem er í lauginni. Fossinn er þægilega heitur og því hentugt að skola af sér í honum eftir setu í sandinum.

When the upper pool was still being used, visitors would have a rinse in the warm waterfall afterwards. The waterfall is nice and warm, and there‘s been put up a dam beneath it so there is a nice warm pool here. This pool has a sandy bottom with few rocks lying around, so just look down before sitting down. After relaxing in the pool it‘s good to have a warm shower in the waterfall and wash off the sand.


Víti, við Öskjuvatn
Sökum rigningar komumst við ekki niður í gíginn til að baða okkur. Moldarstígurinn verður ófær í mikilli rigningu. Hinsvegar ræddum við við fólk sem hafði farið og baðað sig í Víti. Samkvæmt upplýsingum frá þeim er hitastigið mjög gott og fínt að baða sig þar. Einnig eru einstaklega fallegar gönguleiðir um svæðið og því kjörið að ganga um þetta einstaka landslag og enda svo á að láta þreytuna líða úr sér í Víti.

Due to a heavy rain, it was not possible to walk the muddy slope down to the crater, it was simply too slippery. Therefore we haven‘t been in Víti, but we managed to get some information on it from the people at the campsite. According to their information, Víti has a lovely temperature and is really nice to bathe in. There are some beautiful hiking trails in the area, so it‘s recommended to do a nice hike during the day and end the hike at Víti, relaxing in the warm water.


Jarðböðin Mývatni
Við áttum góða kvöldstund í Jarðböðunum Mývatni. Vatnið er misheitt og því auðvelt að velja sér stað þar sem hitastigið hentar hverjum og einum. Útsýnið og kvöldsólin voru einstaklega falleg og gerðu dvölina enn betri, en einnig heyrðum við að það sé ekki síðra að vera í jarðböðunum að vetrarlagi og horfa upp í stjörnubjartan himininn. Það er rukkað inn í jarðböðin, en bæði þjónustan og aðstaðan er vel þess virði.

We spent a lovely evening here. The Naturebaths are pretty big and the temperature of the water varies from one spot to another, so it should be easy to find a spot where the temperature suits your desire. The view from the Naturebaths and the evening sun made our stay here even better, but according to some regulars, it‘s even more stunning to be here on a clear winter night and enjoy watching the stars! There‘s an entrance fee here but the beauty of the place, the service and the nice and clean locker rooms make it all well worth it.


Stóragjá
Samkvæmt upplýsingum úr bókinni Heitar Laugar á Íslandi þá hafa fundist saurgerlar í þessari laug og því ekki ráðlegt að baða sig í henni. Piltur sem við ræddum við í jarðböðunum vissi þó til þess að fólk væri að fara í laugina. Við höfum ekki fengið staðfest hvort enn leynist saurgerlar í vatninu eða hvort úr því hafi verið bætt, en hitastigið á að vera gott í lauginni. Það þarf að fara niður stiga og klifra niður kaðal til að komast ofan í laugina, en á að vera vel þess virði. Við getum staðfest að landslagið er stórfenglegt og að laugin er falleg, en hvernig er að dvelja í henni vitum við ekki, þar sem upplýsingarnar um saurgerlana eru á reiki.


According to the book, Thermal Pools in Iceland, E. coli bacteria has been detected in Stóragjá and is therefor not recommended to bathe in. We tried to ask some locals if this was still the case, but no one seemed to know for sure. We were told, however, that people are bathing in the pool, so the problem might have been solved already. The temperature is supposedly nice, but since we couldn‘t confirm whether there‘s still E. coli bacteria in the water, we decided not to go in. The landscape here is absolutely stunning, so even just a walk down to the pool is very well worth doing. If you decide to go in, there are some ladders and a rope to climb down on into the pool.

Grjótagjá
Hitastig laugarinnar hækkaði í jarðhræringum fyrir einhverjum árum. Vatnið varð það heitt að ekki var hægt að baða sig í henni lengur. Hitastigið hefur hinsvegar farið lækkandi undanfarin ár og heyrðum við af fólki sem baðaði sig í lauginni fyrr í sumar. Við dýfðum því tánum í laugina, en hún reyndist full heit til að fara alveg ofan í. Þessi laug er alveg einstaklega falleg og vonum við því að það verði hægt að baða sig í henni sem fyrst!

The temperature of this pool rose in some earthquakes several years ago. It became too hot to bathe in. However, the temperature has been gradually decreasing over the years, and we heard of people that got to bathe in it at the beginning of the summer. When we were there, the water was too hot to go in, but we managed to dip our toes in the water. This pool is genuinely unique so we are hoping that it will be possible to bathe in it very soon!Þeistareykir
Því miður var laugin á Þeistareykjum uppþornuð. Landslagið, gróðurinn og litur jarðvegarins er hinsvegar svo fallegt að ferðin þangað uppeftir var vel þess virði. Svo var líka skemmtilegt að sjá klósettið með heita vatninu! Við mælum því hiklaust með bíltúr, eða reiðtúr, um þetta svæði, þrátt fyrir að engin sé laugin.

Unfortunately, the pool at Þeistareykir no longer exists. The landscape here is amazingly beautiful, the flora and the colours of the soil, so a trip here is well worth it, even though there is no pool to bathe in. It was also funny to see a toilet flushing with hot water...!


Ostakarið, Húsavík
Í ostakarinu rákumst við á skemmtilegt fólk sem sagði okkur að heita vatnið sem rennur í ostakarið sé tekið úr borholu sem reyndist ekki vera með nógu heitu vatni til hitaveitu. Hitastigið á vatninu reyndist vera alveg mátulegt til að láta þreytu dagsins líða úr sér. Ostakarið er staðsett uppá hæð með útsýni út á flóann. Þarna er hin fínasta búningsaðstaða og mælum við því með því að setja aur í baukinn sem er á staðnum.

Here we met a lovely group of people, who told us that the water in this pool comes from a source that turned out to be not hot enough for central heating. The temperature was just perfect for our tired muscles, after a long day of exploring geothermal areas. There‘s a nice view over the bay from the pool, and the pool is clean and well maintained, with a nice locker room, so we recommend putting few pennies in the coin box.


Kaldbakslaug
Laugin mætti alveg vera örlítið heitari, en fallegt umhverfi laugarinnar og stærðin bæta upp fyrir það. Hér tókum við smá sundsprett og slökuðum svo á í smá stund í grynnri hluta laugarinnar. Þetta er afskaplega falleg og skemmtileg laug, þrátt fyrir að vera ekki sú heitasta.

This pool wasn‘t so hot, but the size and the environment make up for the lack of heat. We had a bit of a swim here, and relaxed in the shallow waters afterwards. This is a beautiful pool and it is much bigger than most of the other pools.


Laugafell, af Sprengisandsleið
Því miður höfðum við ekki tíma til að fara ofan í laugina hér, en hún er afskaplega falleg. Þarna eru einnig góðir skálar, gott tjaldsvæði og öll aðstaða til fyrirmyndar. Ef förinni er heitið yfir Sprengisand, þá mælum við með að stoppa í Laugafelli og baða sig í lauginni, og jafnvel að gista þar um nóttina.

Sadly, we didn‘t have enough time to bathe in this pool. We did, however, get to have a look and check the temperature of the water.  This area is a true oasis in the middle of the black sands of Sprengisandur route. If you‘re planning on doing the Sprengisandur route, we recommend a stop over in Laugafell, at least to bathe in the pool, if not spending the night at the nice camp site here or at the mountain cabin.


Landmannalaugar
Það er vart hægt að lýsa með orðum einstöku landslaginu sem umlykur Landmannalaugar. Það var því yndislegt að liggja í heitri lauginni eftir langan dag og taka inn fegurðina. Það eru nokkrar gönguleiðir um svæðið og mælum við með því að nota daginn í göngu og enda svo á að láta þreytuna líða úr sér í lauginni.

It‘s almost impossible to describe the spectacular landscape surrounding the area of Landmannalaugar. To bathe here, after a long day crossing the sand, was a heartfelt welcome for both body and soul. There are several hikes to do around the area. We recommend a hike in this beautiful landscape and a relaxing bath in the pool afterwards.

Vígða laug, Laugavatni
Vegna smæðar laugarinnar, þá er einungis hægt að dýfa tánum í þessa laug. Hún er það lítil að við byrjuðum á að labba framhjá henni, án þess að sjá hana! Það var hinsvegar gaman að sjá hana og hversu fínt er búið að gera í kringum hana.

Due to the size of this pool, you can‘t bathe in it. It is in fact so small that at first we walked past it without noticing it. It was fun to see though, and nice to see it‘s neat surroundings.

Kúalaug, Haukadal
Laugarnar eru reyndar tvær og eru staðsettar hlið við hlið. Einungis önnur þeirra er nógu djúp til að setjast í, og er þó grunn. Hitastigið í henni er mátulegt, en botninn gruggugur. Sökum þess hversu grunn hún er er væntanlega einungis notalegt að sitja í henni í góðu veðri. Einnig er laugin lítil og væntanlega geta bara tveir setið í henni í einu.

There are two pools here, located side by side. Only one of them is deep enough to sit in, and that one is still a shallow one. The temperature of the water is nice, but it has a really muddy bottom. There is really not much space here, but it might be enough for a shallow sit for two persons. Perhaps it‘s best to visit this one on a warm, sunny day.


Marteinslaug, Haukadal
Aðgát skal höfð þegar Marteinslaug er skoðuð þar sem vatnið er brennandi heitt. Gætið þess að vera ekki að dýfa höndunum ofan í vatnið. Hvort einhverntímann hefur verið hægt að baða sig hér vitum við ekki. Laugin er of heit og litla áin sem rennur þarna hjá er of köld. Laugin er hinsvegar staðsett í afar fallegum skógi með merktum gönguleiðum sem er vel þess virði að skoða.

Please be extremely careful around this pool, the water is extremely hot! It‘s too hot to even put your hand in, so it‘s definetly not one to bathe in. We‘re not sure if it‘s ever been possible to bathe in this one, but when we were there, the pool was way too hot, and the river running next to it too cold. It is, however, located within a beautiful little forest, which has marked hiking paths, so we do recommend having a look at this area.

Fótaböð á hverasvæðinu í Hveragerði
Á hverasvæðinu er búið að setja upp aðstöðu til fótabaða. Bæði leirböð fyrir fætur og svo er búið að setja upp hugguleg sæti við heita laug þar sem hægt er að baða þreytta fætur. Svæðið er mjög huggulegt og skemmtilegt útsýnið yfir hverasvæðið. Gjald er tekið fyrir fótaböðin.

There‘s been put up two areas of footbaths here, one where you soak your feet in a mud, and at the other you soak your feet in the warm geothermal water. The benches and it‘s surroundings are neatly set up, with an enjoyable view over the hot springs. There is a fee for the footbaths.

Seljavallalaug
Þegar við fórum í Seljavallalaug var búið að vera að hreinsa ösku upp úr lauginni svo hægt væri að fara í hana. Það var enn aska í botninum og vatnið því gruggugt. Hinsvegar var hitastigið alveg mátulegt og ennþá huggulegt að fara í þessa laug. Það er alveg einstakt að vera í Seljavallalaug og sjá öskugráar fjallshlíðar allt um kring, og einnig dásamlegt að sjá hvar lítil strá voru inn á milli að ná að stinga sér í gegnum öskuna.

When we visited Seljavallalaug, there had been a group of people working on cleaning volcanic ash and sand from the pool, so it would be possible to bathe in it again. There was still some  ash and sand in the bottom though, so the water looked very muddy, but the temperature of the water was just perfect. It was quite unique to dwell within the ash covered mountains, and even more spectacular to see where small strands of grass were starting to grow through the thick layers of ash and sand.


Nauthólsvík
Við enduðum ferðina á að tylla okkur aðeins niður á ylströndinni í Nauthólsvík. Að þessu sinni fórum við ekki í sjóinn, enda dagur að kveldi kominn þegar við komum. Við mælum þó með sundspretti í sjónum og slökun í heita pottinum eftirá, enda öll aðstaða til fyrirmyndar og ekki eyðileggur skemmtilega strandstemmningin.

We ended our journey by sitting down at Nauthólsvík beach. We didn‘t have a dip though, since it was already getting late. Even though we didn‘t manage to have a dip at this point, we do recommend having a swim in the ocean and relaxing in the warm tub afterwards. Even though this is a man-made beach, the hot tub has a natural geothermal water running in it, and this area is quite pretty and well organized.