Sunday, July 18, 2010

Dagur 2, 17. júlí 2010

Uppskeruhátíð LungA for fram í dag med miklum glæsibrag.

Stóð upp úr ad okkar mati sýning Henrik Vibskov og tískuteikning fatahönnumarsmiðjunnar.

Það sem okkur þótti líka afar skemmtilegt vid framsetningu tískuteikningarinnar var ad smiðjan hafði ákveðið að nota lifandi módel, þvert a móti þeim vana að nota lík, eins og tíðkast yfirleitt á sýningum sem thessum (her átti ónefndur dauðuppgefinn puttaferðalangur sem lýsti yfir anægju sinni yfir sýninguna væntanlega vid lifandi gínur, eða það skulum við amk vona... ).

Einnig skemmtum við okkur vel yfir bluesbílnum og á blusclub LungA.

Setti mikil rigning og þoka smá strik i reikninginn á útitónleikum hátiðarinnar og vorum við orðnar gegnblautar og þreyttar eftir daginn og ætluðum að ylja okkur yfir áfengi og notalegri stemningu og týna af okkur blautar spjarirnar a Öldunni, aðalbullu bæjarins!

Það fór ekki betur en svo að eftir að unga stúlkan i móttökunni hafði grandskoðað á okkur útganginn með fyrirlitningarsvip bað hún okkur "vinsamlega að vera úti". Við forum þvi út og slógumst í hóp hinna fullu illa hirtu unglinganna og vorum yfir okkur anægðar með hrósið frá ungu hótelstarfsstúlkunni, því augljóslega hafði hún sett okkur í hóp unglinganna, enda vid svo ótrúlega unglegar að ekki þykir það skritið!

Við smygluðum okkur þó á endanum inn a Ölduna, settumst niður með vín og kláruðum að skrifta og blogga. Eftir marga dásamlega frasa fra dauðþreyttum og grútskítugum puttaferðalongum (harpa: er bloodgroup fyrst? helga:haa, blogga fyrst? ) og vel ákveðnar alhæfingar fra fröken besserwisswer (harpa: orð byrja aldrei a ufsilon i, ALDREI!!!), þá var ákveðið að sturta fisherman stauðum í sig og halda á Hjálmaball...

LungA, TAKK FYRIR OKKUR!

No comments:

Post a Comment